6. feb. 2020

Opið hús í Tónlistarskóla Garðabæjar á Degi tónlistarskólanna

Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Garðabæjar líkt og í öðrum tónlistarskólum landsins. Í ár er haldið upp á daginn laugardaginn 8. febrúar nk.

  • Tónlistarskóli Garðabæjar
    Tónlistarskóli Garðabæjar

Dagur tónlistarskólanna er haldinn árlega í Tónlistarskóla Garðabæjar líkt og í öðrum tónlistarskólum landsins. Í ár er haldið upp á daginn laugardaginn 8. febrúar nk. Markmiðið með Degi tónlistarskólanna er að vekja athygli á fjölbreyttri og öflugri starfsemi tónlistarskólanna í landinu og eins að styrkja tengsl við nærsamfélagið.

Opið hús í Tónlistarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi

Samspil er megin þema á Degi tónlistarskólanna í Tónlistarskóla Garðabæjar og bera tónleikar dagsins þess glöggt merki. Haldnir verða 14 stuttir tónleikar í tónleikasal og blásarasal skólans þar sem fram koma hljómsveitir, sampilshópar af ýmsum stærðum og gerðum, söngvarar og einleikarar. Tónlistin er að vanda fjölbreytt og skemmtileg.

Öll dagskráin fer fram í húsnæði skólans að Kirkjulundi 11, laugardaginn 8. febrúar. Dagskráin hefst kl. 10.30 og stendur fram eftir degi. Tónleikar verða haldnir kl. 10.30, 11.00, 11, 30, 13.00, 13.30, 14.00 og 14.30 í báðum sölum skólans.
Viðburður á facebook

Garðbæingar eru hjartanlega velkomnir í heimsókn þennan dag að til að njóta tónlistar á þessari uppskeruhátíð skólans. Aðgangur er ókeypis.
Nánari upplýsingar um starfssemi skólans má finna á vef skólans, tongar.is.