14. maí 2025

Opnun fyrir hinsegin unglinga í félagsmiðstöðvum Garðabæjar

Félagsmiðstöðvar í Garðabæ halda sameiginlega opnun fyrir hinsegin unglinga á morgun, 15. maí.

Á morgun, fimmtudaginn 15. maí, á milli klukkan 19:30 og 22:00 halda félagsmiðstöðvar í Garðabæ sameiginlegt opið hús fyrir hinsegin unglinga í Garðabæ.

Opnunin verður í félagsmiðstöðinni Garðalundi og er hún hugsuð fyrir alla hinsegin unglinga í Garðabæ.

Þetta er tilraun til að bjóða unglingunum okkar að hittast í sínu samfélagi og styrkja tengsl og stuðning, sinna tómstundum og spjalla. Starfsmenn frá öllum félagsmiðstöðvunum verða viðstaddir og vonir standa til að þetta verði reglulegur viðburður í framtíðinni.

Hinseginopnun-210-1-