12. jún. 2020

Plast áfram sett í grenndargáma eða endurvinnslustöðvar út júní

Kári vindflokkari verður úr notkun út júní vegna prófana á nýrri vélrænni flokkunarlínu í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi. 

  • Vindflokkarinn Kári
    Vindflokkarinn Kári sem flokkar plast frá öðrum úrgangi.

Í júní 2020 tekur SORPA nýja gas- og jarðgerðarstöð í notkun í Álfsnesi (GAJA) en þar verður lífrænum hluta heimilisúrgangs umbreytt í jarðvegsbæti og metan. Til að mæta þörfum vinnslunnar í GAJA og til að auka endurnýtingu heimilisúrgangs hefur verið sett upp vélræn flokkunarlína í móttöku- og flokkunarstöðinni í Gufunesi. Nú standa yfir prófanir og er gert ráð fyrir að flokkunarlínan verði að fullu komin í gagnið í lok júní. Kári vindflokkari fyrir plast í pokum er hluti af nýju vinnslulínunni og hefur hann verið óvirkur á meðan á uppsetningu línunnar hefur staðið. 

Nýjar vinnslulínur í móttöku- og flokkunarstöðinni munu samtals innihalda átta málmskiljur, sigti og annan búnað til að aðskilja lífrænan hluta heimilisúrgangsins frá ólífrænum efnum, s.s. plasti og öðru sem þar kann að leynast. Einnig verður þar nýr vindflokkari sem mun aðskilja létt efni, s.s. plast, pappír og textíl frá timbri, gleri og öðrum eðlisþyngri efnum.

Sjá nánar í frétt á vef SORPU

Flokkað plast skilað í grenndargáma eða endurvinnuslustöðvar út júní

Íbúar í þeim sveitarfélögum sem skila plasti í pokum með heimilissorpi eru því áfram beðnir um að skila flokkuðu plasti á grenndarstöðvar eða á endurvinnslustöðvar út mánuðinn. 

Hér á kortavef Garðabæjar má sjá staðsetningu grenndargáma í Garðabæ (með því að haka við umhverfi, uppi hægra megin í valstiku og haka svo við grenndargáma).