26. mar. 2019

PMTO foreldrafærni - grunnmenntun fyrir starfsfólk

Í vetur var haldið PMTO grunnmenntunarnámskeið fyrir fagfólk skóla í Garðabæ og Grindavíkurbæ. PMTO stendur fyrir ,,Parent Management Training – Oregon aðferð“ eða PMTO foreldrafærni. 

  • Þátttakendur og leiðbeinendur í PMTO grunnnámi
    Þátttakendur og leiðbeinendur í PMTO grunnnámi

Í vetur var haldið PMTO grunnmenntunarnámskeið fyrir fagfólk skóla í Garðabæ og Grindavíkurbæ. PMTO stendur fyrir ,,Parent Management Training – Oregon aðferð“ eða PMTO foreldrafærni.
Námið var haldið í samstarfi Garðabæjar og Grindavíkurbæjar. Alls voru ellefu starfsmenn sem útskrifuðust að þessu sinni, þar af sex frá Garðabæ, þrír starfsmenn leikskóla og tveir starfsmenn grunnskóla og starfsmaður barnaverndar.

Markmið grunnmenntunar PMTO er að efla þekkingu fagfólks í skólum á aðferðum PMTO til að takast á við hegðunarerfiðleika og mælingar á hegðun. Einnig að efla skilning á hegðunarerfiðleikum og vitund um hvenær og hvert vísa eigi málum sem þarfnast frekari meðferðar, s.s. PMTO einstaklings- eða hópmeðferð. Auk þess sem námið eykur færni í ráðgjöf til forráðamanna vegna hegðunarerfiðleika barna.

Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á námið og nú hafa í heildina átta starfsmenn frá leikskólunum Holtakoti, Hæðarbóli, Lundabóli og Krakkakoti og tveir úr grunnskólanum Sjálandsskóla, aflað sér þessarar menntunar. 

Þátttakendur sóttu sex námskeiðsdaga í fjórum lotum og unnu verkefni tengd starfi á milli. Loturnar voru ýmist haldnar í Grindavík eða í Garðabæ. Leiðbeinendur voru frá Tinna G Bjarkardóttir frá Grindavík og Thelma Björk Guðbjörnsdóttir, félagsráðgjafi hjá Garðabæ og PMTO meðferðaraðili.