30. sep. 2019

PMTO foreldrafærninámskeið haldið í haust

PMTO (Parent Management Training) Foreldrafærninámskeið verður haldið í Garðabæ á fimmtudögum kl 16:30 – 18.30 í alls átta skipti haustið 2022.

  • PMT foreldrafærni
    PMT foreldrafærni

PMTO (Parent Management Training) Foreldrafærninámskeið verður haldið í Garðabæ á fimmtudögum kl 16:30 – 18.30 í alls átta skipti haustið 2022.  Námskeiðið verður haldið í Ráðhúsi Garðabæjar að Garðatorgi 7 og hefst 17. október og lýkur 5. desember. Þátttökugjald er kr 14.500 fyrir fjölskyldu,  innifalin eru námskeiðsgögn og veitingar. Gert er ráð fyrir að báðir foreldrar komi á námskeiðið. Lágmarksþátttaka þarf að vera (8 fjölskyldur) svo námskeiðið verði haldið. Leiðbeinendur á námskeiðinu verða Margrét H. Þórarinsdóttir sérkennslufulltrúi og PMTO meðferðaraðili og Sólveig Steinsson þroskaþjálfi og PMTO meðferðaraðili.

Skráning á Mínum Garðabæ

Skráning fer fram rafrænt í gegnum „Minn Garðabær“ í umsókn um PMTO foreldrafærni (undir umsóknum, kafli 05 félagsþjónusta). Umsóknarfrestur er til og með 7. október. Svar um pláss á námskeiði verða send viku fyrir námskeið.

Upplýsingar um PMTO

PMTO námskeið eru fyrir foreldra barna með væga hegðunarerfiðleika. Foreldrar læra aðferðir til að draga úr hegðunarerfiðleikum barns og stuðla að góðri aðlögun þess með því að:

  • Nota skýr fyrirmæli
  • Hvetja börn til jákvæðrar hegðunar
  • Setja hegðun barna mörk
  • Rjúfa vítahring í samskiptum
  • Vinna með tilfinningar og samskipti
  • Hafa markvisst eftirlit
  • Leysa ágreining
  • Hafa markviss tengsl heimilis og skóla

Nánari upplýsingar um aðferðina er að finna á vef PMTO foreldrafærni .