8. jan. 2019

Rafíþróttaklúbbur Garðalundar

Rafíþróttaklúbbur Garðalundar fékk nýverið styrk að upphæð 250 þúsund krónur frá íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar sem lítur á klúbbinn sem áhugavert frumkvöðlaverkefni.

  • Rafíþróttaklúbbur Garðalundar var stofnaður í haust.
    Rafíþróttaklúbbur Garðalundar var stofnaður í haust.

Rafíþróttaklúbbur Garðalundar fékk nýverið styrk að upphæð 250 þúsund krónur frá íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar sem lítur á klúbbinn sem áhugavert frumkvöðlaverkefni. Klúbburinn var stofnaður síðastliðið haust en forvinna hófst í sumar og nú eru rúmlega 30 ungmenni í klúbbnum.

Meðlimir Rafíþróttaklúbbsins hittist vikulega í tæpa tvo tíma og fara í félagslega eflandi leiki, læra teygjur, betri líkamsstöðu, taka styrktaræfingar og spila saman tölvuleiki. 

Markmið klúbbsins er að leikmenn kynnist fleiri krökkum með sömu eða svipuð áhugamál, skemmti sér og læri heilbrigðari tölvuhætti.

Félagsmiðstöðin Garðalundur er staðsett í Garðaskóla og er félagsmiðstöð fyrir ungmenni á aldrinum 13-16 ára og stendur að fjölbreyttu starfi þar á meðal klúbbastarfi að loknum hefðbundnum skóladegi og fram á kvöld.

Vefsíða Garðalundar

Garðalundur á facebook

Rafíþróttamenn setja saman stóla sem voru keyptir fyrir hluta styrksins.Verið að setja saman tölvustóla sem keyptir voru fyrir hluta styrksins.