12. apr. 2019

Rafrænt ferli byggingarleyfisumsókna

Frá og með 15. apríl 2019 verður allt ferli vegna umsókna um byggingarleyfi rafrænt hjá Garðabæ

  • Séð yfir Byggðirnar í Garðabæ
    Séð yfir Byggðirnar í Garðabæ

Frá og með 15. apríl 2019 verður allt ferli vegna umsókna um byggingarleyfi rafrænt hjá Garðabæ. Er það liður í að einfalda ferlið þegar sótt er um byggingarleyfi, gera það skýrara fyrir hlutaðeigandi og að upplýsingar séu aðgengilegar.  Rafrænar umsóknir Garðabæjar eru á Mínum Garðabæ. 

Með nýjungunum geta aðilar séð eftirfarandi á Mínum Garðabæ:
• Hönnuðir, byggingarstjórar og iðnmeistarar geta skráð sig á verk með rafrænum skilríkjum á Mínum Garðabæ.
• Eigandi lóðar sér gögn málsins og stöðu þess.
• Hönnuðir sem sækja um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda sjá gögn málsins og stöðu þess.
• Hönnunarstjórar, byggingarstjórar og meistarar geta séð þau verk sem þeir eru skráðir á.
• Hönnuðir geta sent inn teikningar rafrænt til yfirferðar hjá byggingarfulltrúa.

Hér má sjá hvaða umsóknir eru aðgengilegar á Mínum Garðabæ undir byggingarmál. 

Leiðbeiningar um umsókn um byggingarleyfi hjá Garðabæ.