13. apr. 2021

Rafskútur Hopp í Garðabæ

Íslenska fyr­ir­tækið Hopp hef­ur unnið að því síðustu daga að fjölga raf­skút­um á höfuðborg­ar­svæðinu og eru nú komnar rafskútur frá fyrirtækinu sem hægt er að leigja og keyra um í Garðabæ.

  • Jóna Sæ­munds­dótt­ir, formaður um­hverf­is­nefnd­ar Garðabæjar, Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp og Gunn­ar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri Garðabæjar.
    Jóna Sæ­munds­dótt­ir, formaður um­hverf­is­nefnd­ar Garðabæjar, Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp og Gunn­ar Ein­ars­son bæj­ar­stjóri Garðabæjar.

Íslenska fyr­ir­tækið Hopp hef­ur unnið að því síðustu daga að fjölga raf­skút­um á höfuðborg­ar­svæðinu og eru nú komnar rafskútur frá fyrirtækinu sem hægt er að leigja og keyra um í Garðabæ.

Rafhlaupahjól hafa notið sífellt meiri vinsælda á undanförnum árum bæði hérlendis sem erlendis. Á síðasta ári veitti Garðabær fyrirtækinu OSS nýverið aðstöðuleyfi fyrir rafhlaupahjólum sem og rafhjólum sem hafa nýst Garðbæingum vel. Með tilkomu Hopp munu valkostir íbúa við að velja sér umhverfisvænni samgöngumáta aukast enn fremur.

Hopp var stofnað fyr­ir tveim­ur árum og eru not­end­ur nú sagðir um 75 þúsund. Hafa not­end­ur „hoppað“ yfir millj­ón kíló­metra sem svar­ar til um 25 ferða í kring­um hnött­inn. Nýju skút­urn­ar frá Hopp eru sagðar búa yfir ýms­um eig­in­leik­um, s.s. stefnu­ljósi, síma­hald­ara með þráðlausri hleðslu, tvö­föld­um heml­um og nýj­um stand­ara.

Umhverfisvænn samgöngukostur

Í umhverfisstefnu Garðabæjar er eitt af markmiðunum að draga úr aukningu umferðar og þar með neikvæðum umhverfisáhrifum frá umferð. Notkun rafknúinna farartækja hvort sem það eru rafbílar, rafhjól eða rafhlaupahjól verður sífellt algengari meðal íbúa Garðabæjar sem og annara landsmanna enda umhverfisvænir samgöngukostir.

Garðabær hefur þannig lagt mikla áherslu á uppbyggingu góðra göngu- og hjólastíga innanbæjar til að efla vistvænar samgöngur og gangandi og hjólandi umferð hefur aukist mikið að undanförnu.