5. feb. 2025

Rauð veðurviðvörun: Lokanir og skólahald


Við vekjum athygli á að rauð veðurviðvörun er í gildi frá klukkan 8-13 á fimmtudagsmorgun. 

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi almannavarna fyrir allt landið vegna aftakaveðurs í dag miðvikudaginn 5. febrúar og á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar.

Þessi frétt hefur verið uppfærð.

English and Polish below

Uppfærðar upplýsingar, miðvikudaginn 5. febrúar klukkan 19:30. 

Upplýsingar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar. Rauð veðurviðvörun.

Þar sem rauð veðurviðvörun er í gildi fimmtudaginn 6. febrúar frá klukkan 8-13 biðjum við íbúa Garðabæjar að hafa eftirfarandi í huga:
  • Á fimmtudag verður röskun á skólastarfi. Grunn- og leikskólar verða þó ekki lokaðir, en halda úti lágmarksmönnun. Það þýðir að starfsemi skólanna er ekki samkvæmt stundaskrá fyrir hádegið. Í ítrustu neyð þarf að tilkynna skólastjórnendum um komu barns með tölvupósti, en þá er um að ræða fólk sem sinnir neyðarþjónustu, löggæslu, slökkvistörfum og björgunarsveitarútköllum. Þessir aðilar eru beðnir að láta skólastjórnendur vita ef þeir hyggjast nýta sér þjónustuna.
  • Skóla og frístundastarf hefst að nýju eftir hádegið, ef veður leyfir.
  • Fólk er hvatt til halda sig heima á meðan óveðrið gengur yfir á morgun og vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.
  • Bæjarskrifstofur Garðabæjar verða lokaðar fram eftir morgni en símsvörun sinnt í s. 525 8500 frá kl. 08:00.
  • Staðan verður tekin á Íþróttamannvirkjum Garðabæjar og sundlaugum í fyrramálið. Loka þurfti sundlaugum um klukkan sex á miðvikudagskvöld vegna eldingahættu
  • Lokað verður í Jónshúsi, félagsmiðstöð fyrir eldri borgara, fram að hádegi.
  • Félagsleg heimaþjónusta fellur niður á fimmtudag til hádegis.
  • Gera má ráð fyrir seinkun á heimsendum mat vegna veðurs.
  • Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands er lokað til hádegis á morgun.
  • Frekari upplýsingar um veðurviðvaranir má finna á síðu Veðurstofunnar.
  • https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk
  • Förum öll varlega, göngum vel frá lausamunum og hugum hvert að öðru.



Tilkynning frá Aðgerðastjórn höfuðborgarsvæðisins

Athygli er vakin á því að á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar, hefur verið gefin út rauð viðvörun vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu og gildir hún frá kl. 8-13. FÓLK ER HVATT TIL HALDA SIG HEIMA Á MEÐAN ÓVEÐRIÐ GENGUR YFIR Á MORGUN OG VERA EKKI Á FERÐINNI AÐ NAUÐSYNJALAUSU. Á fimmtudag verður röskun á skólastarfi. Grunn- og leikskólar verða þó ekki lokaðir, en halda úti lágmarksmönnun. Í ítrustu neyð þarf að tilkynna skólastjórnendum um komu barns með tölvupósti.

ENGLISH

Announcement from the Emergency Control Centre for the Greater Reykjavik Area

Please note that a red weather warning has been issued for the Greater Reykjavik Area, effective from 08:00 until 13:00 on Thursday, 06 February. PEOPLE ARE URGED TO STAY AT HOME UNTIL THE STORM PASSES OVER TOMORROW AND NOT TO BE OUT UNLESS ABSOLUTELY NECESSARY. Tomorrow, Thursday, there will be disruptions to school operations. Kindergartens and primary schools will remain open but with limited staffing. In such cases, parents should notify the school administrators by email if a child is coming to school.

POLISH

Ogłoszenie Sztabu Zarządzania Kryzysowego Regionu Stołecznego

Prosimy pamiętać, że na jutro czwartek 6 lutego, został wydany czerwony alert pogodowy dla regionu stołecznego, obowiązujący od godz. 8:00 do 13:00.

ZALECA SIĘ POZOSTANIE W DOMU PODCZAS PRZECHODZENIA FRONTU BURZOWEGO I UNIKANIE PODRÓŻY, JEŚLI NIE SĄ ONE ABSOLUTNIE KONIECZNE.

W czwartek wystąpią zakłócenia w funkcjonowaniu szkół. Szkoły podstawowe i przedszkola pozostaną otwarte, ale będą działać przy ograniczonym składzie personelu.

W przypadku skrajnych sytuacji awaryjnych i konieczności przyprowadzenia dziecka do placówki, opiekunowie muszą powiadomić administrację szkoły zawczasu drogą emailową o planowanej obecności dziecka.