26. sep. 2023

Rökkvan í annað sinn 29. og 30. september

 Hátíðin samanstendur því af listmarkaði á göngugötunni, myndlistarsýningu í Gróskusal, tónlistardagskrá á Rökkvukránni og tónleikum á stóra sviðinu. 

Garðbæingar og gestir þeirra geta notið saman á listahátíðinni Rökkvunni sem fer fram á Garðatorgi 1-4 um næstu helgi. Grasrót listamanna í Garðabæ, allt ungt tónlistarfólk á veg og vanda að listrænni stjórnun hátíðarinnar. Hópurinn hefur fengið til liðs við sig marga unga og upprennandi listamenn á sviði tónlistar, myndlistar og hönnunar. Hátíðin samanstendur því af listmarkaði á göngugötunni, myndlistarsýningu í Gróskusal, tónlistardagskrá á Rökkvukránni og tónleikum á stóra sviðinu. Rökkvan verður opnuð klukkan 17 föstudaginn 29. september með ávarpi bæjarstjóra. Dagskráin er ókeypis og öll velkomin meðan húsrúm leyfir.

Rokkvan-plakat

Verslanir og veitingaaðilar á Garðatorgi leggja einnig hátíðinni lið og hafa opið lengur og bjóða uppá ýmiskonar tilboð. Þá verður opið til klukkan 20 á föstudeginum á Hönnunarsafni Íslands og til klukkan 18 á laugardeginum.