7. jan. 2020

Röskun á skólastarfi - börn sótt í lok skóla eða frístundastarfs

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag, þriðjudag 7. janúar. 

  • Rauð veðurviðvörun
    Rauð veðurviðvörun er í gildi föstudaginn 14. febrúar frá kl. 07-11. Reglulegt skólahald fellur niður. Sjá nánari upplýsingar í tilkynningu. ENGLISH version regarding red weather alert 14th of February.

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu vegna veðurs frá klukkan 15:00 í dag og eru foreldrar og forráðamenn beðnir að sækja börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag, þriðjudag 7. janúar.
Börn eru óhult í skóla og frístundastarfi þar til þau verða sótt.
Hér er átt við börn yngri en 12 ára.

ATH ekki er þörf á að sækja fyrr úr skóla eða frístundastarfi en ef þau eru lengur en til kl. 15 í skipulögðu starfi skóla eða frístundar er mælst til að foreldrar og forráðamenn sæki börnin (yngri en 12 ára) þannig að þau gangi ekki ein heim. 

Frístundabíllinn í Garðabæ ekur samkvæmt áætlun í dag. 

Almennar upplýsingar á vef Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um röskun á skólastarfi.

Upplýsingar um veður á vef Veðurstofunnar

ENGLISH - DISRUPTION OF SCHOOL OPERATIONS

A yellow weather warning has been issued for the greater Reykjavík area from 15:00 today, Tuesday 7th of January.  Parents and guardians of children younger than 12 years old are asked to pick up their children at the end of the school day or after-school programs.  

General information in English about disruption of school operations

Weather information