12. jún. 2018

Rútuferðir á HM veislu á Garðatorgi 16. júní

Til að koma Garðbæingum á Garðatorg að horfa á fyrsta leik Íslands á HM á risaskjá 16. júní verða rútuferðir fyrir og eftir leik.  Tveir bílar munu hefja akstur kl. 11:30, frá Álftanesi og frá Urriðaholti.  

 • Rútuferðir úr Urriðaholti

Til að koma Garðbæingum á Garðatorg að horfa á fyrsta leik Íslands á HM á risaskjá 16. júní verða rútuferðir fyrir og eftir leik.  Tveir bílar munu hefja akstur kl. 11:30, frá Álftanesi og frá Urriðaholti.  Stoppað verður á nokkrum stöðum á leiðinni (við strætóstoppistöðvar) eins og sjá má á kortum hér að neðan.  Annar hringur verður farinn, sömu leiðir, um kl. 12:15 og bílarnir fara sömu leið heim eftir leik, lagt verður af stað kl. 15:00.  Bæjarbúar eru hvattir til þess að nýta sér þessa þjónustu og skilja bílana eftir heima. 

Rúta 1 hefur akstur frá Breiðumýri á Álftanesi kl. 11:30 og stoppar hún á eftirfarandi stöðum:

 • Breiðamýri við Álftaneskaffi
 • Garðahraun/Prýðahverfi
 • Eikarás
 • Ásabraut við enda Birkiáss
 • Sjálandsskóli
 • Arnarneshæð
 • Garðatorg


Rúta 2 hefur akstur frá Urriðaholtsskóla kl. 11:30 og stoppar hún á eftirfarandi stöðum:

 • Náttúrufræðistofnun
 • Arnarnesvegur (við enda Nónhæðar)
 • Bæjarbraut (við enda Línakurs)
 • Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
 • Garðatorg

  Stoppistöðvar fyrir rútu á Álftanes,  Ásahverfi/Sjáland og Arnarnes

Ruta-fra-alftanesi-hm-v2

      Stoppistöðvar fyrir rútu í Urriðaholt, Arnarnesveg og Bæjarbraut

Gardabaer-rutuferdir-fyrir-hm

Ísland-Argentína á Facebook.