24. feb. 2025

Rými til leigu á 2. hæð Miðgarðs – Aðstaða fyrir heilsueflandi starfsemi

Garðabær auglýsir til leigu rými á 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar Miðgarðs, undir heilsueflandi starfsemi.

Garðabær leitar að áhugasömum aðila til að leigja um 600 fermetra rými á 2. hæð íþróttamiðstöðvarinnar Miðgarðs í bæjarfélaginu. Verið er að leita að leigjanda sem mun starfrækja í rýminu heilsueflandi starfsemi, s.s. sjúkraþjálfun eða sambærilegt, mögulega í bland við annars konar tengda starfsemi.

Garðabær hefur þá framtíðarsýn að Miðgarður sé þak yfir framúrskarandi og fjölbreytta heilsueflandi starfsemi sem þjóni nærumhver sínu. Meginhluti þeirrar starfsemi sem nú er rekin í Miðgarði er tengd íþróttaiðkun og heilsusamlegri afþreyingu.

Miðað er við að gerður verði leigusamningur til tíu ára með möguleika á framlengingu þrisvar sinnum um fimm ár. Heildarleigutími getur því orðið allt að 25 ár.

Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar á vefslóðinni https://vso.ajoursystem.net/ frá og með föstudeginum 14. febrúar kl. 14:00.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef eigi síðar en fimmtudaginn 13. mars 2025, kl. 14:00.