Sækja lifandi jólatré
Venju samkvæmt verða jólatré hirt í Garðabæ dagana 7.-8. janúar!
Ef veður leyfir verður Hjálparsveit skáta Garðabæ á ferðinni þriðjudaginn 7. janúar og miðvikudaginn 8. janúar og sækir lifandi jólatré sem þjónað hafa tilgangi sínum.
Íbúar eru beðnir um að koma trjánum fyrir á augljósum en öruggum stað við lóðamörk og ganga vel frá þeim. Það auðveldar tiltektina!