24. feb. 2023

Salný Vala á Tónlistarnæringu

Salný Vala Óskarsdóttir kemur fram á Tónlistarnæringu miðvikudaginn 8. mars nk. í Tónlistarskóla Garðabæjar. 

  • Salný Vala á Tónlistarnæringu
    Salný Vala Óskarsdóttir kemur fram á Tónlistarnæringu miðvikudaginn 1. mars nk. í Tónlistarskóla Garðabæjar.

Salný Vala Óskarsdóttir kemur fram á Tónlistarnæringu miðvikudaginn 1. mars nk. í Tónlistarskóla Garðabæjar. Salný vann til verðlauna í söngkeppninni Vox Domini árið 2022 en hún stundar mastersnám í Hochschule für Musik Würzburg í Þýskalandi þar sem hún lærir hjá Alexöndru Coku. Í mars mun Salný Vala fara með hlutverk Madame Silberklang í Der Schauspieldirektor eftir W.A. Mozart í uppsetningu skólans á verkinu.

Á tónleikunum flytur Salný Vala lög eftir Sigfús Einarsson og Strauss og aríur eftir Mozart, Puccini og Strauss. Meðleikari á píanó er Matthildur Anna Gísladóttir.

Tónleikarnir eru liður í Tónlistarnæringu sem er röð hádegistónleika sem fara fram fyrsta miðvikudag í mánuði á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar í samstarfi við Tónlistarskóla Garðabæjar