19. sep. 2023

Samgönguvika 16.-22. september

Evrópsk samgönguvika stendur yfir dagana 16.-22. september 2022. 

  • Samgönguvika 2023
    Samgönguvika 16.-22. september 2023

Evrópsk samgönguvika stendur yfir dagana 16.-22. september 2022. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga. 

Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.

Garðbæingar eru hvattir til að kynna sér dagskrá Samgönguviku og fara út að hjóla, ganga eða hlaupa. Í leiðsagnarappinu Wappinu má finna fjölmargar skemmtilegar göngu- og hjólaleiðir í Garðabæ. Leiðirnar eru með kortum, gps hnitum, ljósmyndum og upplýsingum á íslensku og ensku.

Frítt í strætó á bíllausa daginn 22. september

Í tilefni af samgönguvikunni er frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu og með landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn föstudaginn 22. september nk. Allir eru hvattir til að hvíla bílinn og nota vistvæna ferðamáta.  

Frekari upplýsingar um Evrópska samgönguviku á Íslandi má finna á Facebook-síðu vikunnar.