Leggjum okkar af mörkum í samgönguviku
Evrópsk Samgönguvika hefst á morgun og eru Garðbæingar hvattir til að taka þátt og velja vistvæna samgöngumáta af fremsta megni, t.d. nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla.
Evrópsk Samgönguvika hefst á morgun en er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Um samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu er að ræða þar sem vistvænum samgöngum er gert hátt undir höfði.
Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft.
Þema samgönguviku í ár er Almannarými – virkir ferðamátar.
Bíllausi dagurinn er svo haldinn 22. september og Garðbæingar eru að sjálfsögðu hvattir til þátttöku.
Nánari upplýsingar og fróðleikur á Facebook-síðu Samgönguviku.