11. sep. 2024

Samningur Garðabæjar og Daga undirritaður

Garðabær og Dagar hafa gert samning um ræstingar á stofnunum bæjarins.

Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Pálmar Óli Magnússon forstjóri Daga.

Garðabær hefur gert samning við Daga um ræstingar á stofnunum Garðabæjar, þ.e. leikskóla og skóla bæjarins til viðbótar við níu aðrar stofnanir.

Samningur tók gildi 1. september síðastliðinn en breytingarnar verða innleiddar að fullu yfir sex mánaða tímabil.

Innleiðing á samningnum hefur gengið vel og hefur umsjónarmaður verksamnings frá Dögum ásamt eftirlitsmanni fyrir hönd Garðabæjar heimsótt stóran hluta af þeim stofnunum sem um ræðir.