12. jan. 2023

Samningur við Hjálparsveit skáta í Garðabæ

Á dögunum skrifuðu þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Íris Dögg Sigurðardóttir formaður Hjálparsveit skáta í Garðabæ undir þjónustusamning um stuðning við starfsemi sveitarinnar.

  • Almar Guðmundsson bæjarstjóri og fullrúar Hjálparsveit Skáta í Garðabæ við undirritun samningsins.
    Almar Guðmundsson bæjarstjóri og fullrúar Hjálparsveit Skáta í Garðabæ við undirritun samningsins.

Á dögunum skrifuðu þau Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar og Íris Dögg Sigurðardóttir formaður Hjálparsveit skáta í Garðabæ undir þjónustusamning um stuðning við starfsemi sveitarinnar.

Með samningnum er fjárhagslegur grundvöllur sveitarinnar styrktur enda sinnir félagið öflugu félags- og forvarnarstarfi ásamt því að vera mikilvægur hlekkur í öryggismálum bæjarbúa.

Garðabæ greiðir Hjálparsveitinni árlega styrk fyrir flugeldasýningu og geymslu flugelda, jólatrjáasöfnun, menntun og þjálfun félaga ásamt sálrænum stuðningi félaga.