22. nóv. 2021

Samstarfssamningur Hestamannafélagsins Spretts og Garðabæjar

Á dögunum gerðu Hestamannafélagið Sprettur og Garðabær með sér samstarfssamning um að efla barna og unglingastarf í hestaíþróttum í Garðabæ.

  • Frá vinstri: Björg Fenger formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Sverrir Einarsson formaður hestamannafélagsins Spretts og Lilja Sigurðardóttir
    Frá vinstri: Björg Fenger formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Sverrir Einarsson formaður hestamannafélagsins Spretts og Lilja Sigurðardóttir

Á dögunum gerðu Hestamannafélagið Sprettur og Garðabær með sér samstarfssamning um að efla barna og unglingastarf í hestaíþróttum í Garðabæ.

Með samningnum er lagður grunnur að reglulegu barna- og unglingastarfi og námskeiðahaldi á vegum félagsins á félagssvæði þess.

Garðabær greiðir Hestamannafélaginu Spretti árlega styrki sem skal nota í barna og unglingastarf.

Þá er tekið fram í samningnum að félagið skal huga sérstaklega að því að mæta þörfum fatlaðra barna og ungmenna í samræmi við stefnu Garðabæjar í málefnum fatlaðs fólks.

Aðalstjórn ber ábyrgð á að félagið uppfylli skilyrði reglna til að teljast fyrirmyndarfélag ÍSÍ og starfi samkvæmt þeim markmiðum sem um slík félög gilda. Aðalstjórn ber einnig ábyrgð á að félagið og allar deildir þess kynni sér, innleiði og starfi samkvæmt leiðbeiningum og verklagsreglum ÍSÍ um kynferðislegt áreiti í íþróttum. Félagið skal einnig setja upp áætlanir varðandi eineltismál og njóta samvinnu við Garðabæ um fræðslu og viðbrögð við þeim.

Á vef Hestamannafélagsins Spretts finna nánari upplýsingar um starfsemi félagsins.