13. apr. 2021

Samstarfssamningur við Grósku endurnýjaður

Þann 12. apríl sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og myndlistarfélagsins Grósku til tveggja ára. 

  • Frá undirritun samningsins.
    Frá undirritun samningsins.

Þann 12. apríl sl. var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og myndlistarfélagsins Grósku til tveggja ára. Gróska sér nú fram á bjartari tíma en vorsýning félagsins verður opnuð á sumardaginn fyrsta, 22. apríl í Gróskusalnum á Garðatorgi 1.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri og Rúna Tetzchner formaður Grósku rituðu undir samninginn en viðstödd voru Gunnar Valur Gíslason formaður menningar- og safnanefndar, varaformaður Grósku Louise le Roux og menningarfulltrúi Garðabæjar Ólöf Breiðfjörð.

Nánari upplýsingar um starf Grósku má finna á fésbókarsíðu félagsins.