10. okt. 2019

Samþykktir bæjarstjórnar í skipulagsmálum

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 2. maí 2019 eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingar.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 2. maí 2019 eftirfarandi deiliskipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingar. Tillögurnar voru auglýstar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað með umsögn sveitarstjórnar. 

Tillögurnar hafa öðlast gildi og voru birtar í B-deild Stjórnartíðinda þann 17. september 2019, nr. 855/2019. Í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er niðurstaða bæjarstjórnar hér með auglýst:

1. Hafnarfjarðarvegur, stofnbraut, deiliskipulag. 

2. Vífilsstaðavegur og Bæjarbraut, deiliskipulag. 

3. Ásgarður, breyting deiliskipulags. 

4. Miðbær, neðsta svæði (svæði III), breyting deiliskipulags. 

5. Hörgatún 2, breyting deiliskipulags. 

6. Ásar og Grundir, breyting deiliskipulags. 

7. Hraunsholt eystra, breyting deiliskipulags.

Ákvarðanir sveitarstjórnar eru kæranlegar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda .

Nú má nálgast samþykktir bæjarstjórnar í skipulagsmálum á vef Garðabæjar.