8. sep. 2021

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ

Kvennahlaupið 2021 verður haldið laugardaginn 11. september nk. Upphitun hefst á Garðatorgi kl. 10:30 og hlaupið sjálft kl. 11. 

  • Kvennahlaup 2021
    Kvennahlaup 2021

Kvennahlaupið 2021 verður haldið laugardaginn 11. september nk. Upphitun hefst á Garðatorgi kl. 10:30 og hlaupið sjálft kl. 11. Hlaupið verður á mörgum stöðum á landinu en stærsta hlaupið verður í Garðabæ. Boðið verður upp á 3 vegalengdir, 2 km, 5 km og 10 km.

Í meira en þrjá áratugi hefur hlaupið stuðlað að lýðheilsu kvenna og samstöðu. Markmiðið um aukna hreyfingu kvenna hefur svo sannarlega gengið í gegn og í dag er hlaupið táknrænn viðburður, sameiningartákn kynslóðanna og tilefni til að gera sér glaðan dag. Með nýrri hugsun hefur hlaupið tileinkað sér ábyrgari stefnu í umhverfismálum og lagað sig að nútímanum. En eitt breytist aldrei og það er gleðin sem felst í því að hlaupa saman á sínum hraða með dætrum, mæðrum, ömmum, systrum, frænkum og vinkonum þessa lands. Öll kyn eru að sjálfsögðu velkomin því dagurinn er hamingjudagur okkar allra.

Athygli er vakin á því að vegna hlaupsins verða nokkar götur lokaðar á meðan á því stendur, frá kl. 11. 

Nánari upplýsingar um Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2021, m.a. um alla hlaupastaði, tímasetningar og Kvennahlaupsbolinn má finna á www.kvennahlaup.is og á fésbókarviðburði hlaupsins.

Hér að neðan má sjá mynd af hlaupaleiðum Kvennahlaupsins í Garðabæ.

Hlaupaleidir-kvennahlaup