Skákhátíð Fulltingis í Garðabæ
Skákhátíð Fulltingis var sett með hátíðlegri athöfn mánudagskvöldið 9. janúar í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
-
Skákhátíð Fulltingis
Skákhátíð Fulltingis var sett með hátíðlegri athöfn mánudagskvöldið 9. janúar í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skákhátíðin er afar mikilvægur hluti af skáklífi hér á landi enda eitt allra sterkasta kappskákmótið innanlands. Á setningu hátíðarinnar þakkaði Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar fyrir gott framtak Taflfélags Garðabæjar og þá einnig Fulltingi fyrir stuðninginn við skákhátíðina.
Bæjarstjóri vakti athygli á því að ekki væri sjálfgefið að félag á borð við TG væri með 500 félagsmenn í bæjarfélagi á stærð við Garðabæ en TG og bæjaryfirvöld hafa átt í góðu samstarfi undanfarin 40 ár.
Eftir setningarathöfnina var sest við taflborð og mótið ræst bæði í A og B flokki. Teflt er á mánudagskvöldum kl. 19.30 í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ, sjö umferðir alls, og eru áhorfendur velkomnir.