12. júl. 2024

Skemmtilegt að fá starf í Vinnuskólanum

Sólin mætti láta sjá sig oftar en stundvísi ungmenna betri í ár

  • 438112585_445021231479359_2198189690732433932_n

Frétt frá Vinnuskóla Garðabæjar: 


Á hverju sumri eiga krakkar í 8. - 10. bekk í Garðabæ möguleika að vinna hjá Vinnuskólanum, eða unglingavinnunni eins og þau þekkja það. Fyrir marga er þetta fyrsta vinnan þeirra og er þetta mikilvægt skref  að prófa að kynnast atvinnulífinu.

 449690842_389915180768294_7526564156634436605_n

449445639_1534358117288087_7536353192832310721_n

Fyrir utan venjulegu garðvinnuna sem flestir fara í erum við einnig í góðu samstarfi við íþróttafélög, leikskóla, skáta og hestanámskeið og fleira til þess að bjóða upp á fjölbreyttari valmöguleika.

Sumarið hingað til hefur gengið mjög vel, eina sem mætti bæta er að sólin mætti láta sjá sig oftar, en það er nú eitthvað eftir af sumrinu. Krakkarnir hafa lært mikið tengt ábyrgð og vinnusemi og einnig praktíska notkun á verkfærunum.

 449868801_861889475787103_4964291303190692014_n

448909285_1428372444542369_4456377735276581218_n
Markmið hjá okkur fyrir sumarið var að fá krakkanna til þess að vera stundvís og temja sér að mæta á réttum tíma og eitthvað sem okkur fannst ekki ganga nógu vel í fyrra. Stundvísi hefur batnað til muna að okkar mati.

Flokkstjórum finnst alltaf gaman að vinna með fjölbreyttum og skemmtilegum hópi af krökkum og jafnvel þótt það þurfi af og til að ýta aðeins á eftir þeim. Það bara fylgir hverjum hressum hópi.
Hér má sjá dæmi um „fyrir- og eftirmyndir “ sem við höfum tekið í sumar og ekki síst finnst krökkunum gaman að sjá afraksturinn eftir vinnu dagsins eins og myndirnar sýna.

Kveðja

Yfirflokkstjórar Vinnuskólans

  
Dæmin eru beð hjá Garðaskóla og beð hjá hringtorgi í Vesturtúni á Álftanesi.