8. nóv. 2019

Skóflustunga að nýrri reiðhöll

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar tók skóflustungu að nýrri reiðhöll á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi þann 5. nóvember sl.

  • Skóflustunga að reiðhöll Sóta
    Skóflustunga að reiðhöll Sóta

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar tók skóflustungu að nýrri reiðhöll á félagssvæði hestamannafélagsins Sóta á Álftanesi þann 5. nóvember sl.

Garðabær samþykkti á árinu, að undangenginni grenndarkynningu, umsókn Sóta um byggingarleyfi fyrir 800 m2 reiðskemmu. Sóti mun alfarið sjá um framkvæmdir við byggingu hússins, gerð bílastæða og frágang lóðar. Áætlaður heildarkostnaður nemur um 45 milljónum króna. Þar af er framlag Garðabæjar 40 milljónir króna og framlag Hestamannafélagsins Sóta 5 milljónir króna.

Þá skuldbindur Hestamannafélagið Sóti sig til að heimila Garðabæ endurgjaldslaus afnot af húsnæðinu s.s. vegna íþrótta- og æskulýðsstarf, sýninga o.fl. enda raski það ekki skipulögðu og reglubundnu starfsemi hestamannafélagsins.