22. ágú. 2018

Skólabíll úr Urriðaholti hefur akstur fimmtudaginn 23. ágúst

Skólabíll verður í boði úr Urriðaholti fyrir þau börn sem fara í grunnskóla í Garðabæ annan en Urriðaholtsskóla

  • Séð yfir Garðabæ
    Séð yfir Garðabæ

Skólabíll verður í boði úr Urriðaholti fyrir þau börn sem fara í grunnskóla í Garðabæ annan en Urriðaholtsskóla.  Bíllinn hefur akstur fimmtudaginn 23. ágúst og keyrir hann frá Urriðaholtsskóla kl. 07.50 alla virka morgna með stoppi einnig við Náttúrufræðistofnun. Bíllinn keyrir börnin í þá grunnskóla sem þau eru að fara í og sækir hann þau aftur þegar skóla lýkur kl. 14:30, byrjar við Sjálandsskóla og keyrir upp í Urriðaholt með sömu stoppum og á morgnana.  Þegar frístundabíll Garðabæjar hefur akstur 3. september fjölgar ferðum í Urriðaholt eftir skóla.