Skólabyrjun haustið 2025
Grunnskólar í Garðabæ verða settir föstudaginn 22. ágúst. Skólastarf hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst
-
Grunnskólar Garðabæjar verða settir föstudaginn 22. ágúst. Skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst.
Grunnskólar í Garðabæ verða settir föstudaginn 22. ágúst nk. Skólasetning og/eða skólaboðun fyrir nemendur og foreldra er auglýst á heimasíðum skólanna. Þar er einnig að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar varðandi skólastarfið.
Skólastarf hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 25. ágúst og þá opna frístundaheimilin einnig fyrir nemendur sem þar eru skráðir.
Við minnum foreldra og forráðafólk að skrá börn sín í mataráskrift fyrir haustið. Grunnskólar bæjarins bjóða upp á gjaldfrjálsar máltíðir frá Skólamat og hefst skráning 20. ágúst á heimasíðu Skólamatar.
Einnig ber forráðafólk ábyrgð á að skrá sérfæði og skila inn þeim gögnum sem óskað er eftir.
Á komandi skólaári verður í boði að kaupa ávexti í morgunhressingu fyrir nemendur. Skráning í ávaxtaáskrift fer einnig fram á www.skolamatur.is og kostar 170 krónur á dag.
Vefir grunnskóla Garðabæjar:
www.alftanesskoli.is
www.flataskoli.is
www.gardaskoli.is
www.hofsstadaskoli.is
www.internationalschool.is
www.sjalandsskoli.is
www.urridaholtsskoli.is
www.bskgbr.hjalli.is