12. des. 2018

Skólastjórnendum boðið til fræðslufundar

Í dag, 12. desember var skólastjórnendum í Garðabæ boðið á fræðslufund í GKG. Fyrirlesari var Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari og nefndist fyrirlestur hennar „ mikilvægi liðheildar“

  • Helena var með fræðslufyrirlestur
    Helena var með fræðslufyrirlestur

Í dag, 12. desember var skólastjórnendum í Garðabæ boðið á fræðslufund í GKG. Fyrirlesari var Helena Ólafsdóttir knattspyrnuþjálfari og nefndist fyrirlestur hennar „ mikilvægi liðheildar“. 

Helena á langa sögu sem þjálfari í knattspyrnu og þekkir vel þá vinnu sem liggur að baki því að byggja upp sterka liðsheild og nýta styrkleika hvers og eins. Starf skólastjórnenda felst meðal annars í því að byggja upp liðsheild sem stefnir að sama marki, því er áhugavert að heyra hvernig ólík starfsemi leitar leiða til að ná árangri. 

Helena var með fræðslufyrirlesturHelena var með fræðslufyrirlestur