Skráning í frístundabíl
Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Til að börn geti nýtt sér frístundabílinn er nauðsynlegt að skrá þau í bílinn.
Frístundabíllinn í Garðabæ hefur það hlutverk að keyra börn frá frístundaheimilum grunnskóla í íþrótta- og tómstundastarf. Til að börn geti nýtt sér frístundabílinn er nauðsynlegt að skrá þau í bílinn.
Búið er að opna fyrir skráningu hér fyrir skólaárið 2023-2024.
Hvort sem barnið er í frístundaheimili eða ekki þarf að skrá það í frístundabílinn í gegnum Völu vetrarfrístund í upphafi annar. Velja þarf hvar barnið tekur bílinn, tíma dags og hvert það er að fara. Kostnaður fyrir haustönn 2023 er 8.800 kr og fyrir vorönn 11.250.
Hér má finna leiðbeiningar um skráningarferlið í Völu. Í janúar þarf að staðfesta að skráningartímar fyrir vorönn séu réttir.
Frístundabíllinn ekur á starfstíma skólanna alla virka daga kl. 14.15 - 17:00, frá 28. ágúst til 19. desember á haustönn og frá 3. janúar til og með 6. júní á vorönn, með hléi í páskafríinu (23.mars-1. apríl) á vorönn. Frístundabíllinn ekur í vetrarfríi (19.-23. febrúar) skóla í febrúar sem og á starfsdögum skóla í Garðabæ.
Leiðakerfi skólaársins 2023-2024
Leið 1: Tveir bílar fara eina ferð fram og til baka frá Mýrinni til Barnaskóla Hjallastefnunnar með viðkomu í Tónlistarskóla Garðabæjar, Miðgarði og Ásgarði á hverjum 45 mínútum. Fyrsta ferð dagsins er frá Mýrinni kl. 14:15 og síðasta ferð frá Mýrinni er kl. 16:30.
Leið 2: Bíllinn hefur akstur við Urriðaholtsskóla kl. 14:05, kemur við í Barnaskóla Hjallastefnunnar á leið í Ásgarð í fyrstu ferð (v/fimleika) og stoppar í Ásgarði og TG. Bíllinn fer í Mýrina og Miðgarð eftir þörfum barnanna v/ knattspyrnu, handbolta og sundæfinga.
Leið 3: Bíll fer frá Álftanesi með börn í frístundir fjórum sinnum á dag, fyrsti bíll er kl. 14:10. Bíllinn stoppar í Sjálandsskóla og heldur svo áfram í Ásgarð og Miðgarð með stoppum í TG og Mýrinni eftir þörfum.
Aðrar fyrirspurnir má senda á karijo@gardabaer.is