Skutlvasi við íþróttamiðstöðina á Álftanesið lokaður um tíma
Akstursleið um skutlvasa við íþróttamiðstöðina á Álftanesi lokar á morgun, 10. október, vegna lagningu nýrra fráveitulagna.
Loka þarf skutlvasa við íþróttamiðstöðina á Álftanesi tímabundið vegna lagningu nýrra fráveitulagna. Lokunin hefst á morgun, 10. október, og áætlað er að hún standi yfir í viku. Á meðan á lokuninni stendur verður bráðabirgðaskutlvasi á bílastæði Krakkakots við Breiðumýri. Innkeyrsla í skutlvasann er frá Breiðumýri við Lambamýri.
Á sama tíma lokast gönguleið yfir Breiðumýri norðan við bílastæði við Holtakot. Bent er á gangbraut sunnan við bílastlæðið við Holtakot.
Meðfylgjandi er útskýringarmynd af bráðabirgðaskutlvasa og lokunum tengdum lokun skutlvasa við íþróttamiðstöð.