12. sep. 2019

Smáforrit fyrir byggingastjóra

Nú hefur verið sett upp smáforrit (app) ætlað byggingarstjórum til að gera eigin úttektir. Forritið einfaldar ferlið að senda úttektir sem hafa verið gerðar, inn í kerfi Garðabæjar og Mannvirkjastofnunar.

  • Sveinatunga - fjölnota fundarsalur bæjarins á Garðatorgi
    Kynningarfundurinn verður haldinn í Sveinatungu - fjölnota fundarsal bæjarins á Garðatorgi

Nú hefur verið sett upp smáforrit (app) ætlað byggingarstjórum til að gera eigin úttektir. Forritið einfaldar ferlið að senda úttektir sem hafa verið gerðar, inn í kerfi Garðabæjar og Mannvirkjastofnunar.

Um áramót tóku í gildi lög sem segja til um að byggingarstjórar geri eigin úttektir, beri ábyrgð á þeim og skili inn til Mannvirkjastofnunar. Skv. lögum ber sveitafélagi að halda utan um gögnin og gerir appið byggingarstjórum í sveitafélaginu kleift að fara eftir þeim lögum á einfaldan og skilvirkan máta.

OneApp

OneApp er snjallforrit fyrir byggingarstjóra til að framkvæma úttektir og senda í málakerfi Garðabæjar. Byggingarstjórar sem skráðir eru sem slíkir í byggingarleyfisumsóknum geta notað OneApp úttektir. Þegar staðfesting hefur borist frá Garðabæ um notkun á OneApp getur byggingarstjóri sótt forritið á Appstore (oneapp3). Nota þarf rafræn skilríki til að skrá sig inn á OneApp.

Kynningarfundur fyrir byggingarstjóra

Haldinn verður kynningarfundur fyrir byggingastjóra miðvikudaginn 18. september kl. 15 í Sveinatungu þar sem forritið verður kynnt og virkni þessi sýnd.

Dagskráin verður eftirfarandi:

15:00

Hvernig á að byrja:

Byggingarstjóri- umsókn um notkun á snjallforriti (Appi) fyrir áfangaúttektir

Hvernig á að sækja um leyfi til að nota app.

Hvernig á að sækja app.

 

15:10

Hvernig á að nota:

Farið verður yfir hvernig á að skrá sig inn. Tekin verður amk. ein úttekt til að sýna hvernig appið virkar.

 

15:35

Tími fyrir spurningar og umræður.