Snjallar grenndarstöðvar í Garðabæ
Settar hafa verið upp nýjar grenndarstöðvar þar sem gámarnir verða útbúnir snjallskynjurum sem tryggja tímanlega losun og eiga að fyrirbyggja fulla gáma.
Litlar grenndarstöðvar í Garðabæ munu taka á móti gleri, málmumbúðum og skilagjaldskyldum flöskum og dósum.
- Holtsvegur 49
- Sjálandsskóli
- Álftanes - Suðurnes við golfvöll
Stórar grenndarstöðvar munu taka á móti gleri, málmumbúðum og skilagjaldsskyldum flöskum og dósum, auk plastumbúða og pappír og pappa.
- Skólabraut 5
- Ásgarður
- Holtsvegur 21
- Álftanes - Norðurnes við spennistöð
Textíl verður auk þess safnað á öllum grenndarstöðvum á komandi misserum. Núna er textílsöfnun á forræði Rauða krossins og ólík eftir grenndarstöðvum.
Nánari upplýsingar um hvaða grenndarstöð er næst þér má sjá á www.sorpa.is
Ef þú vilt koma á framfæri ábendingu varðandi grenndarstöðina þína hafðu þá samband við okkur í gegnum ábendingarvef Garðabæjar!