Snjómokstur í Garðabæ
Garðabær heldur úti snjómokstursvakt frá 1. október og þá hefst snjómokstur kl. 4 að nóttu þegar snjóað hefur og er unnið eftir forgangsáætlun.
Veðurstofan spáir mikilli snjókomu annað kvöld, þriðjudaginn 28.10 og fram á miðvikudag 29.10.
Garðabær heldur úti snjómokstursvakt frá 1. október og þá hefst snjómokstur kl. 4 að nóttu þegar snjóað hefur og er unnið eftir forgangsáætlun.
- Fyrst eru það aðalgöturnar og stígar
- Húsagötur koma þar á eftir.
Hægt er að skoða þær götur og stíga sem eru í forgangi varðandi snjómokstur á kortavefnum map.is/gardabaer.
Förum varlega, klæðum okkur eftir veðri og gætum þess að ökutæki og hjól séu nægilega vel búin miðað við aðstæður.
