18. nóv. 2020

Söfn í Garðabæ opna aftur 18. nóvember

Söfnin í Garðabæ, Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands, opna á ný frá og með miðvikudeginum 18. nóvember þegar varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum taka gildi. Grímuskylda er á söfnunum, tveggja metra regla og fjöldatakmörkun miðast við 10 manns (með starfsfólki meðtöldu).

  • 100% ULL í Hönnunarsafni Íslands
    Sýningin 100% ULL í Hönnunarsafni Íslands

Söfnin í Garðabæ, Bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands, opna á ný frá og með miðvikudeginum 18. nóvember þegar varfærnar tilslakanir á gildandi samkomutakmörkunum taka gildi. Grímuskylda er á söfnunum, tveggja metra regla og fjöldatakmörkun miðast við 10 manns (með starfsfólki meðtöldu).

Hönnunarsafn Íslands við Garðatorg 1

Hönnunarsafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-17. 

Á safninu eru eftirfarandi sýningar í gangi:

  • 100% ULL sem hefur verið framlengd til 31. janúar 2021.
  • Safnið á röngunni, átak í forvörslu og skráningu textílgripa sem stendur til áramóta.
  • Fuglasmiður í vinnustofudvöl sem stendur til áramóta. 

Sjá nánar á vef Hönnunarsafnsins. 

Bókasafn Garðabæjar við Garðatorg og á Álftanesi

Afgreiðslutími í safninu á Garðatorgi 7 verður fyrst um sinn virka daga kl. 10:00-17:00 og lokað á laugardögum. Í Álftanesútibúi verður hefðbundinn afgreiðslutími: Opið mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16 -19, miðvikudaga kl. 16 -21 og föstudaga kl. 16-18.

Áfram verður hægt að panta og sækja. Hægt er að panta efni til útláns á leitir.is, í tölvupósti á bokasafn@gardabaer.is eða í síma 591-4550 virka daga milli kl. 11 og 16. Lánþegar eru hvattir til að sækja frátektir eins fljótt og auðið er virka daga milli kl. 10 og 17 í safnið á Garðatorgi.

Sjá nánar í frétt á vef Bókasafns Garðabæjar.