8. okt. 2020

Söfnum Garðabæjar lokað til 19. október

Söfn Garðabæjar, Hönnunarsafn Íslands og Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi og Álftanesútibú verða lokuð frá og með 8. október til og með 19. október.  

  • Hönnunarsafn Íslands
    Hönnunarsafn Íslands

Söfn Garðabæjar, Hönnunarsafn Íslands og  Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi og Álftanesútibú verða lokuð frá og með 8. október til og með 19. október.  Er þetta gert í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða vegna COVID-19 á höfuðborgarsvæðinu.  Öllum viðburðum á vegum safnanna næstu tvær vikur hefur verið frestað eða aflýst. 

Starfsfólk mun nýta tímann til að huga að safneign, breytingum og öðru innra starfi á meðan og hlakkar til að taka á móti gestum á ný þegar söfnin verða opnuð aftur.  

Engar sektir reiknast á lánsgögn Bókasafns Garðabæjar með skiladag á lokunartímabilinu. Skiladagur gagna hefur verið framlengdur til 31.október.   

Nánari upplýsingar um söfnin og starfsemi þeirra má sjá á vefsíðum þeirra og á fésbókarsíðum safnanna. 
Bókasafn Garðabæjar
Hönnunarsafn Íslands