10. mar. 2023

Söngvakeppnin í frístundaheimilum

Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 var haldin síðustu helgi og voru börnin í frístundaheimilum Garðabæjar mjög spennt fyrir keppninni líkt og önnur börn á landinu. Mikil stemning var því á frístundaheimilinum í Garðabæ í síðustu viku þar sem lögin sem kepptu voru spiluð aftur og aftur.

  • Söngvakeppnin í frístundaheimilum Garðabæjar.
    Söngvakeppnin í frístundaheimilum Garðabæjar.

Söngvakeppni sjónvarpsins 2023 var haldin síðustu helgi og voru börnin í frístundaheimilum Garðabæjar mjög spennt fyrir keppninni líkt og önnur börn á landinu. Mikil stemning var því á frístundaheimilinum í Garðabæ í síðustu viku þar sem lögin sem kepptu voru spiluð aftur og aftur. 

Haldin var kosning þar sem börnin fengu eitt atkvæði sem þau gátu nýtt til að kjósa það atriði sem þau héldu með og vildi að ynni. Ekki var þessi atkvæðagreiðsla bara skemmtileg heldur líka gagnlegt verkefni til að læra um lýðræði.

Mikilvægur hluti starfs í frístundaheimilum er barnalýðræði. Þar fær starfsfólk gullið tækifæri til að leyfa börnunum að finna að þeirra rödd skiptir máli. Einnig læra börnin hvernig lýðræði virkar með því að velja hvaða afþreying er í boði og hvað er í boði í síðdegishressingu.

Frístundaheimilin í Garðabæ eru sex talsins og er þar unnið frábært starf. Í frístundaheimilum skólanna gefst nemendum skólanna kostur á að taka þátt í ýmis konar leik og starfi en bæjarstjórn hefur samþykkt ramma um starfsemi frístundaheimila sem starfsemi þeirra allra fellur inn í þótt áherslur geti verið ólíkar.

Söngvakeppnin í frístundaheimilum Garðabæjar.

Söngvakeppnin í frístundaheimilum Garðabæjar.