Sorphirða um jól og áramót
Sorphirða á almenna sorpinu í Garðabæ fer fram núna á milli jóla og nýárs skv. sorphirðudagatali og aftur strax fyrstu vikuna í janúar (pappírstunna er tæmd fyrir jól og aðra vikuna í janúar).
Sorphirða á almenna sorpinu í Garðabæ fer fram núna á milli jóla og nýárs skv. sorphirðudagatali og aftur strax fyrstu vikuna í janúar (pappírstunna er tæmd fyrir jól og aðra vikuna í janúar). Umframsorpi sem kemst ekki fyrir í almennu tunnunum má skilja eftir í vel lokuðum plastpokum við hliðina á sorptunnunum við fyrstu tæmingu eftir áramót.
Íbúar eru jafnframt hvattir til að flokka vel um hátíðarnar og minnt er á að hægt er að fara með flokkað rusl, s.s. pappír, plast o.fl. í grenndargáma sem og í endurvinnslustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.
Sorp frá heimilum er almennt hirt á 10-12 daga fresti. Tafir geta orðið vegna veðurs eða frídaga. Pappírstunnan er tæmd á u.þ.b. 20 daga fresti. Plast má setja í sorptunnuna (orkutunnuna) í lokuðum plastpoka. Plastpokarnir verða flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu.
Ef smellt er hér er hægt að slá inn heimilisfang og sjá hvenær næsta losun í þeirri götu verður. (Athuga ekki búið að setja inn árið 2022 í uppflettinguna en verður gert fljótlega)
Grenndargámar
Staðsetningu grenndargáma í Garðabæ má sjá á kortavefnum . Smellt er á "Umhirða" og svo hakað í "Grenndargámar"