Sorphirðudagatal 2023 -tæming á tunnum tveimur dögum á eftir áætlun
Sorphirðudagatal fyrir árið 2023 er komið á vef Garðabæjar. Þar má finna dagsetningar á losun sorp- og pappírstunna á árinu. Undanfarnar vikur hefur orðið röskun og seinkun á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ er tæming á tunnum nú tveimur dögum á eftir áætlun.
-
Sorphirðudagatal fyrir árið 2023.
Sorphirðudagatal fyrir árið 2023 er komið á vef Garðabæjar. Þar má finna dagsetningar á losun sorp- og pappírstunna á árinu.
Á árinu 2023 verður nýtt flokkunarkerfi á höfuðborgarsvæðinu innleitt á vormánuðum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Nánari upplýsingar verða gefnar um það á næstu vikum og mánuðum. Sjá frétt hér frá desember 2022.
Á vef Garðabæjar er einnig hægt að sjá hvenær sorp er hirt í einstaka götum. Hægt er að slá inn heimilisfang/götuheiti og sjá hvenær næsta losun í þeirri götu verður.
SORPHIRÐUDAGATAL -hvenær er sorp hirt í götunni minni?
Undanfarnar vikur hefur orðið röskun og seinkun á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu en í Garðabæ er tæming á tunnum nú tveimur dögum á eftir áætlun. Upphaflega tafði snjókoma og færð för og svo frídagar yfir jólahátíðina og erfitt hefur reynst að vinna upp seinkun.
Íslenska gámafélagið s. 577 5757 , sér um sorphirðu í Garðabæ samkvæmt samningi við bæinn.