21. jún. 2023

Spennandi störf hjá Garðabæ

Vakin er athygli á nokkrum spennandi störfum sem eru laus hjá Garðabæ um þessar mundir.

  • Urriðaholt í Garðabæ
    Séð yfir Urriðaholt

Vakin er athygli á nokkrum spennandi störfum sem eru laus hjá Garðabæ um þessar mundir.

Garðabær leggur áherslu á að veita íbúum bæjarins framúrskarandi þjónustu og sækist eftir að ráða til starfa metnaðarfulla og færa einstaklinga sem eru jákvæðir, faglegir og áreiðanlegir.Starfsemi bæjarins býður þá upp á mörg skapandi, fjölbreytt og skemmtileg störf í lifandi umhverfi.

Sem dæmi má nefna að auglýst er eftir kennurum í Urriðaholtsskóla, leikskólakennurum og sérkennslustjóra í leikskólann Mánahvol, ráðgjafa í samræmda móttöku flóttafólks o.fl.

Sótt er um laus störf á ráðningarvef Garðabæjar.