9. maí 2019

Spillivagninn heimsækir Garðabæ

Í tilefni af vorhreinsun í Garðabæ kemur spillivagninn í heimsókn í bæinn. Spillivagninn kemur efnum og smærri tækjum frá heimilum til förgunar og endurvinnslu.

  • Spillivagninn
    Spillivagninn

Í tilefni af vorhreinsun í Garðabæ kemur spillivagninn í heimsókn í bæinn.  Spillivagninn kemur efnum og smærri tækjum frá heimilum til förgunar og endurvinnslu, t.d. smærri raftæki, tölvur og síma, rafhlöður og rafgeyma, ljósaperur og hitamæla, málningu og bón, þvotta- og hreinsiefnum, áburði- og illgresiseyði, eldsneytisolíu, smurolíu eða skyld olíuefni.  

Spillivagninn heimsækir Garðabæ

14. maí, kl. 15-20 Við íþróttamiðstöðina á Álftanesi
16. maí, kl. 15-20 Við íþróttamiðstöðina í Ásgarði