26. mar. 2024

Staða innritunar á leikskóla: 70 börn innrituð í mars

Dvöl hefst á tímabilinu mars – maí en nokkur börn úr hópnum hafa þegar hafið sína leikskólagöngu í leikskólum Garðabæjar.

Garðabær hefur lokið úthlutun 70 leikskólaplássa og leikskólastjórar hafa samband við foreldra til að hefja aðlögun barna. 

Dvöl hefst á tímabilinu mars – maí en nokkur börn úr hópnum hafa þegar hafið sína leikskólagöngu í leikskólum Garðabæjar.

Af þeim 70 plássum sem voru boðin í mars afþökkuðu 25 leikskólavist en önnur börn fengu þá boð um leikskólapláss samkvæmt gildandi innritunarreglum.

Næsta úthlutun fer fram dagana 4.-16. apríl. Það er stærsta úthlutun ársins (250 leikskólapláss) en þá bjóða leikskólar áfram börnum fæddum 2022 og fyrr dvöl frá ágústmánuði. Börn fædd á fyrri hluta 2023 fá einnig boð. Þessi pláss byggja á þeim starfsmannafjölda sem þegar er til staðar í leikskólum bæjarins.

Á biðlista eftir leikskólaplássi þann 8.3.2024 voru 219 börn nánar hér: https://www.gardabaer.is/stjornsysla/utgefid-efni/frettir/innritun-i-leikskola-gardabaejar

Staðan á biðlista eftir leikskólaplássi þann 25.3.2024:

Staða biðlista í Garðabæ Fjöldi barna
Boð um pláss í mars 70
Biðlisti eftir úthlutun 149
Ný börn á biðlista í mars 22
Biðlistinn 25.3.2024 (börn 12 mánaða og eldri) samtals 171Aldur þeirra barna sem þegið hafa leikskólapláss í mars:

Fæðingarár barna sem fengu leikskólapláss í mars Fjöldi
2018 3
2019 9
2020 18
2021 17
2022 21
2023 2

Í mars voru einnig afgreiddar 15 flutningsbeiðnir á milli leikskóla í Garðabæ en þann 25.3.2024 eru 221 flutningsóskir á bið. Þær verða teknar með í úthlutun þann 4.-11. apríl og reynt verður eftir fremsta megni að verða við þeim beiðnum.

Næstu dagsetningar

  • Apríl – Biðlistinn frystur. Það þýðir að allar umsóknir sem berast eftir 31. mars 2024 (í allt að 30 daga) eru ekki hluti af stóru úthlutuninni 4.-16. apríl. Nýjar umsóknir verða settar inn á biðlista fyrir úthlutun í maí (börn 1 árs og eldri). Það sama á við um breytingar á flutningsbeiðnum á milli leikskóla.
  • Maí – 7.-14. maí leikskólar bjóða börnum fæddum í ágúst 2023 og fyrr leikskólapláss frá hausti.
  • Ágúst – Leikskólar bjóða börnum af biðlista í þau pláss sem standa til boða. Farið verður neðar á biðlistann samkvæmt úthlutunarreglum.
     

Biðlistagreiðslur

Garðabær býður upp biðlistagreiðslur ef barnið er á biðlista eftir leikskólaplássi og hefur náð 12 mánaða aldri. Ef boði um leikskólavist er hafnað falla biðlistagreiðslur niður.

Biðlistagreiðslur má kynna sér hér: https://www.gardabaer.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/leikskolar/bidlistagreidslur/

Innritunarreglur

Foreldrar og forráðafólk hafa fimm daga til að samþykkja eða hafna boði um leikskólapláss.
Nýjar innritunarreglur kveða á um að börn þurfa að hafa lögheimili og vera búsett í Garðabæ. Beðið er um staðfestingu á búsetu. Innritunarreglur má kynna sér hér: https://www.gardabaer.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/leikskolar/innritunarreglur/