11. apr. 2019

Starfsmenn á bæjarskrifstofu Garðabæjar í náms- og fræðsluferð

Starfsmenn á bæjarskrifstofu Garðabæjar lögðu land undir fót í síðustu viku, þegar þeir fóru í náms- og fræðsluferð til Brussel. 

  • Starfsfólk Garðabæjar fyrir utan EFTA- skrifstofuna.
    Starfsfólk Garðabæjar fyrir utan EFTA- skrifstofuna.

Starfsmenn á bæjarskrifstofu Garðabæjar lögðu land undir fót í síðustu viku, þegar þeir fóru í náms- og fræðsluferð til Brussel. Ferðin þótti afar áhugaverð og fræddist hópurinn mikið á stuttum tíma.

Hópurinn fór meðal annars í heimsókn á Brussel-skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga , sem staðsett er í Húsi evrópsku sveitarfélaganna þar í borg. Forstöðumaður Brussel-skrifstofunnar er Óttar Freyr Gíslason en hann hjálpaði einnig mikið til við skipulagningu á dagskrá ferðarinnar.

Þá hitti hópurinn sérfræðinga hjá völdum aðilum í Brussel, þ.e. Evrópusamtökum sveitarfélaga , Evrópusamtök borga  og Evrópuskrifstofu Oslóborgar . Þá kynnti hópurinn sér einnig starfsemi EFTA-skrifstofunnar og einnig tók Gunnar Pálsson, sendiherra í Brussel, á móti hópnum í sendiráði Íslands.

Að sjálfsögðu lá svo leiðin í heimsókn til framleiðanda að belgísku gæðasúkkulaði áður en haldið var heim á leið.