20. feb. 2019

Ný göngubrú við Urriðavatn í byggingu

Hafinn er undirbúningur við gerð ca. 60 m langrar göngubrúar á útivistarstíg meðfram Urriðavatni norðan við vatnið. 

  • Dráttarbílar voru að byrja á að keyra efni af svæðinu þannig að smíðaverktakarnir geti farið að byrja á brúnni. Smíðaverktakarnir byrja líklegast eftir helgi á brúnni.
    Dráttarbílar keyrðu efni af svæðinu þannig að smíðaverktakarnir geti farið að byrja á brúnni. Smíðaverktakarnir byrja líklegast eftir helgi á brúnni.

Hafinn er undirbúningur við gerð ca. 60 m langrar göngubrúar á útivistarstíg meðfram Urriðavatni norðan við vatnið. Stígurinn hefur stoð í aðalskipulagi Garðabæjar og deiliskipulagi Kauptúns. 

Umhverfisstofnun veitti framkvæmdaleyfi síðasta vor og lagði áherslu á að framkvæmdin yrði utan varptíma. Umhverfisstofnun tók undir þær hugmyndir að auka þurfi aðgengi íbúa og gesta að útivistarsvæðum með lagningu göngu- og hjólastíga og brúa, án þess þó að verndargildi svæðisins rýrni. Búið er að koma undirstoðum göngubrúarinnar fyrir og verður haldið áfram með verkið á næstu vikum.

Gerð útivistarstígs og aukið aðgengi yfir votlendið er mikill styrkur fyrir svæðið og gerir íbúum í nærliggjandi byggð kleift að ganga hringinn í kringum Urriðavatn og umhverfi þess á öruggan hátt. Framkvæmdin mun auka útivistargildi svæðisins til muna fyrir fólk að njóta fallegrar náttúru og fuglalífs í sínu nærumhverfi.

Þeir sem eiga leið um svæðið eru vinsamlegast beðnir um að virða lokanir á svæðinu.

 

Skyringarmynd