17. sep. 2018

Stjarnan er bikarmeistari

Stjarnan er bikarmeistari karla í knattspyrnu árið 2018 eftir dramatískan leik gegn Breiðabliki síðastliðið laugardagskvöld, 15. september. 

  • Bikarmeistarar í knattspyrnu karla
    Bikarmeistarar í knattspyrnu karla

Stjarnan er bikarmeistari karla í knattspyrnu árið 2018 eftir dramatískan leik gegn Breiðabliki síðastliðið laugardagskvöld, 15. september.  Leiknum lauk með 0-0 jafntefli eftir 90 mínútur og framlengingu en Stjarnan vann 4-1 í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan verður bikarmeistari í knattspyrnu karla.

Við óskum Stjörnumönnum innilega til hamingju með frábæran árangur!