12. feb. 2020

Stjarnan í undanúrslitum

Stjarnan mætir Tindastól í Geysisbikar karla í körfubolta í kvöld kl. 20:15.

  • Stjarnan
    Stjarnan

 Í dag, miðvikudaginn 12. febrúar hefst Geysisbikars-vikan í körfubolta þegar úrslit Geysisbikarsins hefjast á undanúrslitaleikjum karla. Í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins mætast Stjarnan og Tindastóll kl. 20:15 í Laugardalshöll. 

Garðbæingar er að sjálfsögðu hvattir til að mæta á leikinn en hér er hægt að kaupa miða í forsölu Stjörnunnar. 

Ágóði af þessum miðum rennur óskipt til Stjörnunnar. Miðaverð er kr. 2500 fyrir 16 ára og eldri, 1000 krónur fyrir 6-15 ára en frítt fyrir 5 ára og yngri.

Hér má lesa blað sem körfuknattleiksdeild Stjörnunnar gaf út fyrir úrslitakeppnina.