17. ágú. 2018

Stjarnan leikur til úrslita í bikarkeppnum kvenna og karla

Bæði lið kvenna og karla í Stjörnunni leika til úrslita í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu. Kvennalið Stjörnunnar mætir til leiks á Laugardalsvellinum í kvöld, föstudaginn 17. ágúst kl. 19:15, þar sem liðið mætir Breiðablik.

  • Æfing hjá Stjörnunni
    Æfing hjá Stjörnunni
  • Æfing hjá Stjörnunni
    Æfing hjá Stjörnunni

Stjarnan stendur sig vel í fótboltanum þessa dagana.  Bæði lið kvenna og karla leika til úrslita í Mjólkurbikarnum og mæta þar liðum Breiðabliks og er það í fyrsta sinn sem bæði þessi nágrannafélög mætast hjá konum og körlum í úrslitunum. 

Fyrsti úrslitaleikurinn í kvöld

Kvennalið Stjörnunnar mætir til leiks á Laugardalsvellinum í kvöld, föstudaginn 17. ágúst kl. 19:15, þar sem liðið mætir Breiðablik.  Þar verður hörkuleikur á ferð en bæði liðin hafa oft leikið til úrslita en aldrei mæst áður í bikarúrslitum.  Stjarnan er í bikarúrslitum í fimmta sinn á síðustu sjö árum en liðið varð bikarmeistari árin 2012, 2014 og 2015 en tapaði gegn ÍBV í úrslitaleiknum í fyrra. 
Á fréttavef Vísis má sjá viðtal við fyrirliða liðanna þær Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur, hjá Stjörnunni, og Sonný Láru Þráinsdóttur, hjá Breiðabliki.  
Upphitun fyrir leikinn hefst á Stjörnutorgi kl. 17 og þaðan verður farið með rútum á leikinn í Laugardalinn.
Viðburður á facebook

Æfing hjá Stjörnunni

Úrslitaleikur karla í september

Það verður svo aftur nágrannaslagur þegar karlalið Stjörnunnar og Breiðabliks leika til úrslita í mjólkurbikarnum laugardaginn 15. september nk. á Laugardalsvellinum kl. 17. 

Á vef KSÍ má sjá upplýsingar um öll mót sumarsins.Einnig má fylgjast með knattspyrnunni á fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Stjörnunnar


Meðfylgjandi myndir með frétt eru af æfingu kvennaliðs Stjörnunnar sem voru birtar á fésbókarsíðu knattspyrnudeildarinnar.