Stjörnustrákar unnu Gothia Cup
Strákarnir í U-15 ára knattspyrnuliði Stjörnunnar unnu Gothia Cup sem er eitt stærsta ungmennamót í heimi.
-
Stjarnan U15 ára
Fjölmörg lið frá Stjörnunni tóku þátt í Gothia Cup fótboltamótinu sem var haldið í Gautaborg í Svíþjóð í júlí og stóðu sig vel. Gothia Cup er eitt stærsta ungmennamót í heimi þar sem lið ungmenna frá fjölmörgum löndum taka þátt. Strákarnir í U-15 ára liði Stjörnunnar stóðu uppi sem sigurvegarar um síðustu helgi og unnu mótið í sínum flokki eftir flottan úrslitaleik þar sem lokatölur voru 3-0.
Meðfylgjandi mynd með frétt er fengin af fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Stjörnunnar þar sem sjá má fréttir og fróðleik um knattspyrnuna hjá Stjörnunni.