Stuðningur við Grindavík
Á þessum miklu óvissu tímum finna allir að landsmenn standa saman og leita allra lausna til að vera til staðar og veita aðstoð.
-
Séð yfir Garðabæ
Hugur Garðbæinga, eins og allra landsmanna, er hjá Grindvíkingum.
Á þessum miklu óvissu tímum finna allir að landsmenn standa saman og leita allra lausna til að vera til staðar og veita aðstoð.
Garðbæingar hafa margir tekið Grindvíkingum opnum örmum og boðið fram heimili sín. Unnið er að því á vettvangi Almannavarna að kanna hvar íbúar Grindavíkur dvelja svo hægt sé að koma börnum i leik- og grunnskóla um allt land og eru Grindvíkingar beðnir að láta vita af sér í síma 1717.
Garðabær mun ekki láta sitt eftir liggja. Vinna er hafin við að kortleggja hvernig hægt sé að styðja við hópinn sem dvelur í bænum og eru öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samtaka um að vinna verkefnið i sameiningu.
Einnig er unnið að því að skoða íþrótta- og frístundaiðkun og hvernig styðja megi við hópinn á þeim vettvangi.