Styrkir til fatlaðs fólks vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa
Frestur til að sækja um styrk vegna námskostnaðar og verkfæra- og tækjakaupa er til 31. október. Fatlaðir einstaklingar búsettir í Garðabæ geta sótt um styrkinn.
Garðabær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir til að sækja um styrki vegna náms eða verkfæra- og tækjakaupa samkvæmt 25.gr. laga nr. 38/2018.
Markmið styrkjanna er að auka þátttöku fatlaðs fólks í félagslífi og atvinnu með því að auðvelda því að afla sér menntunarfærni og reynslu.
Heimilt er að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga og hins vegar til að kaupa verkfæri eða tæki, til dæmis tölvubúnað.
Til að eiga rétt á styrkjunum þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- Eiga lögheimili í Garðabæ
- Vera 18 ára eða eldri
- Vera fatlaður í skilningi laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr.38/2018.
- Kvittun fyrir kostnaði vegna námskeiðs- eða skólagjalda eða kostnaði við námsgögn.
Fylgigögn með umsókn um styrk til verkfæra- tækjakaupa:
- Kvittun fyrir verkfæra- og tækjakaupum.
Ef umsókn er samþykkt er styrkurinn greiddur inn á reikningsnúmer sem gefið er upp við útfyllingu umsóknar. Samþykktur styrkur til umsækjanda getur verið að hámarki 65.000 kr. á ári.
Að sækja um:
Sótt er um á þjónustugátt Garðabæjar undir umsóknir og 06. Málefni fatlaðs fólks. Opið er fyrir umsóknir til 31. október 2024.
Nánari upplýsingar veitir Pála Marie Einarsdóttir, deildarstjóri í málefnum fatlaðs fólks netfang: palaei@gardabaer.is